Síðunni barst þetta innlegg í umræðuna um háskalegar barnabækur:
„Út af umræðunni um barnabækurnar vil ég benda á H.C. Andersenævintýrin eins og þau eiginlega bara leggja sig og sama má segja um Grimms-ævintýrin. Ekkert nema ofbeldi gegn börnum (Hans og Gréta borin út), barnaþrælkun (Öskubuska), einelti (Litli ljóti andarunginn),útlitsdýrkun (Prinsessan á bauninni), kaldrifjuð peningadrifin morð (Eldfærin) en umfram allt kannski afar staðlaðar föðurímyndir um hinn veikgeðja fjarverandi föður sem aldrei er börnum sínum til nokkurs gagns og lætur uppeldið í hendur tálkvenda af verstu sort (Öskubuska, Mjallhvít, Hans og Gréta osfrv.).“