fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Leikfangafár

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. október 2007 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bestu leikföng sem Kári hefur fengið þetta haustið eru nokkrar spýtur sem gamall vinur minn, smiður, gaf okkur. Það eru ekki bara reknir naglar í þessar spýtur, heldur eru þær notaðar með ýmsum hugvitsamlegum hætti.

Við vorum til dæmis að velta fyrir okkur um daginn hvort við gætum smíðað úr þeim geimflaug. Okkur sýnist nefnilega að útitaflið í Lækjargötu gæti veri fyrirtaks skotpallur fyrir ferðalag úti í geiminn.

Kári spurði hvort við þyrftum ekki að taka með okkur nesti. Velti svo fyrir sér hvort við myndum sofa yfir nótt úti í geimi. Kannski á Tunglinu eða Mars.

Á sama tíma les ég að Íslendingar hafi keypt leikföng fyrir 70 milljónir í dótabúðinni Toys R Us um helgina.

Málið er bara að fyrir flesta almennilega krakka er nóg að hafa nokkra playmókarla og spýtur. Það þarf ekki að vera neitt meira. Yfirleitt er reglan að þeim mun flóknari sem leikföng eru, þeim mun leiðinlegri eru þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk