fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ísland, Noregur og ESB

Egill Helgason
Mánudaginn 22. október 2007 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég átti um daginn samtal við mann sem er miklu fróðari um Evrópumál en ég en tjáir sig sjaldan um þau opinberlega.

Hann taldi að krónan og óstöðugleiki í íslenska hagkerfinu yrðu til þess að Íslendingar myndu ganga í Evrópusambandið. Sjávarútvegsstefnan væri ekki vandamál. Inngöngubeiðni Íslands yrði tekið fljótt og vel.

Spurning væri hins vegar um Noreg. Norðmenn væru illa brenndir af tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum um ESB-aðild. Kerfið í Noregi væri líka þannig að fyrst þyrfti að fara fram atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður, síðan um sjálfan samninginn sem kæmi út úr þeim.

Ekkert í efnahagslífi Noregs kallar á ESB-aðild. Þeir búa að sínum mikla olíuauði. Hagkerfið er stöðugt.

Hins vegar er annað sem gæti breytt afstöðu Norðmanna. Það eru aukin umsvif Rússa í Norðurhöfum og á Norðurheimskautinu. Norðmenn eiga mikilvægra hagsmuna að gæta á þessu svæði og munu þurfa að verja þá. Útþenslustefna Rússa getur sett strik í reikninginn. Þegar líða fram stundir getur það reynst Norðmönnum erfitt að standa upp í hárinu á heimsveldinu. Frá Evrópusambandinu verður ekki mikils liðsinnis að vænta nema Noregur gerist aðildarþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin