fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Bleikt

Ellen DeGeneres sögð vera á „síðasta snúning“ og þykja ásakanirnar „ólíðandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. maí 2020 14:07

Ellen DeGeneres

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna mánuði hefur Ellen DeGeneres sætt harðri gagnrýni eftir að sögur um starfshætti hennar og karakter fóru á flug á Twitter. Fyrrum starfsmenn hennar fóru ófögrum orðum um hegðun hennar og steig samfélagsmiðlastjarnan Nikkie de Jager fram og opnaði sig um neikvæða upplifun sína í þættinum.

Sjá einnig: Fyrrum starfsmaður Ellen DeGeneres segir að „orðrómurinn sé sannur“

Ellen DeGeneres er sögð vera óánægð með ásakanirnar um „grimmilega“ hegðun hennar á bak við tjöldin.

Ellen hefur ekki enn tjáð sig opinberlega um málið en heimildarmaður nátengdur henni sagði UsWekkly að hún sé „á síðasta snúning“ og að henni þyki ásakanirnar „ólíðandi“.

Sjá einnig: Opnar sig frekar um hræðilega upplifun hjá Ellen DeGeneres – Mátti ekki nota klósettið

Það bætist sífellt í hóp þeirra sem eru ósáttir með Ellen. Fyrr í mánuðinum gagnrýndi lífvörðurinn Tom Majerack spjallþáttastjórnandann. Tom sá um að vernda Ellen og fjölskyldu hennar á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2014. Hann segir að Ellen hafi verið „frekar niðrandi.“

„Hún rétt svo leit á mig, heilsaði mér ekki einu sinni eða þakkaði mér fyrir að vernda hana og fjölskyldu hennar,“ sagði Tom.

Hann sagði að til þess að fólk mætti koma og spjalla við Ellen í eftirpartýinu þá þyrfti hún að samþykkja það áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heitar með húðflúr á hálsinum

Heitar með húðflúr á hálsinum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.