fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Fjórar konur segja af hverju þær gera sér upp fullnægingu: „Ég hlýt að vera betri leikkona en ég hélt“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár af hverjum fjórum konum hafa á einhverjum tímapunkti í lífi sínu gert sér upp fullnægingu. Þær gera það í þriðja hvert skipti sem þær njóta ásta og af mörgum ástæðum.

Kynlífsþerapistinn Phillip Hodson segir að „hugmyndin að 75 prósent gagnkynhneigða nútíma kvenna eru að gera sér upp fullnægingar árið 2019 er ótrúlegt. Ég get aðeins komist að þeirri niðurstöðu að konur óttast meira við að valda maka sínum óánægju heldur en að spá í hvort þær séu að njóta kynlífsins eða ekki.“

Fabulous Digital spyr fjórar konur af hverju þær hafa gert sér upp fullnægingar. Svörin eiga kannski eftir að koma þér á óvart.

Julia.

Julia Balsam, 21 árs, er einhleyp móðir. Hún hefur aldrei fengið fullnægingu og gerir sér hana upp í staðinn.

„Því miður er stigma í kringum það að konur tali um kynlíf og hvað þeim þykir gott. Það eru ekki margar sem eru nógu hugrakkar til að tala um það, sérstaklega ungar stelpur. Það er bara búist við því að konum þyki allt sem gaurinn geri gott, jafnvel þó það sé ekki að virka fyrir þær,“ segir Julia.

Hún segir að í skólanum hafi hún aðeins lært um líffræðilega hlutann, en ekkert um ánægju. „Þess vegna, þegar ég eignaðist minn fyrsta kærasta seint á unglingsárum, ákvað ég að gera mér upp fullnægingu,“ segir Julia.

„Kynlífið var langt frá því að vera fullkomið, en frekar en að vera hreinskilin þá ákvað ég að þykjast. Á þessum tíma leið mér óþægilega og vandræðalega með að tala um kynlíf. Eina sem ég vildi gera var að veita honum ánægju. Karlmenn geta verið smá „ég, ég ,ég“.“

Julia segist gera sér sjaldnar upp fullnægingu í dag. „Því eldri sem ég verð þá er ég öruggari og segi það sem ég vill gera.“

Roxanne, 35 ára, gerir sér stundum upp fullnægingar með eiginmanni sínum Andrew.

„Ég vinn sex og hálfan dag í viku. Þetta eru oft langir dagar. Oft vinn ég í kringum 80 tíma í viku og þegar ég kem heim er ég dauðþreytt. Því miður er þá ekki mikill tími eftir fyrir eiginmann minn. Við höfum verið gift í tvo ár og yfir allt eigum við frábært kynlíf. En stundum er ég of þreytt fyrir þetta allt saman.

Ég byrja alltaf í stuði, en þegar við erum hálfnuð þá byrja ég að hugsa um að ég þarf að fara að sofa. Stundum verkjar mig í líkamann og vill bara stoppa, og stundum e rþað vegna þess að mig langar að horfa á Netflix,“ segir Roxanne.

„Ég held að eiginmaður minn veit hvað ég er að gera, þó að þetta sé ekki eitthvað sem við tölum opinberlega um. Hann veit örugglega að þetta sé merki um að ég sé búin að fá nóg. Hann kvartar aldrei.“

Roxanne segist gera þetta sjaldan. „En stundum verður kona að gera það sem kona verður að gera.“

Abi Sheppard, 22 ára, segir að hafa horft á klám sé ástæðan að hún heldur að það sé eðlilegt fyrir konur að fá fullnægingu í hvert skipti sem þær stunda kynlíf.

„Þegar ég var unglingur þá átti ég mikið af karlkyns vinum og stundum horfðu þeir á klám. Þegar ég horfði á það með þeim þá litu konurnar í myndunum út fyrir að virkilega njóta kynlífsins og í hvert einasta skipti fengu þær fullnægingu. Þetta er líka svona í mörgum bíómyndum. Þannig ég hélt að það væri eðlilegt fyrir konur að fá það í hvert skipti sem þær stunduðu kynlíf,“ segir Abi.

Hún segist hafa gert sér upp fullnægingu með fyrsta kærastanum.

„Það var eins og ég gat ekki fengið fullnægingu og ég hélt að honum þætti eðililegt að konur fengu það líka, þannig ég vildi ekki valda honum vonbrigðum eða særa hann,“ segir Abi.

„Ég las grein um hvernig margar konur fá ekki fullnægingu við samfarir og áttaði mig á því að ég væri ein þeirra. En ég hélt að það myndi særa hann ef ég myndi segja honum að ég væri búin að vera að gera mér upp fullnægingar, þannig ég hélt áfram að þykjast,“ segir Abi.

Abi segir að hún og kærastinn höfðu hætt saman og á hún nýjan kærasta núna. Hún hefur aldrei gert sér upp fullnægingu með honum.

„Við erum bæði eldri og áttum okkur bæði á því hvað er eðlilegt og heilbrigt í kynferðislegu sambandi og við tölum um hlutina.

Mér finnst eins og klám hafi eyðilagt viðhorf mitt um kynlíf. Ég vill að konur viti að það er í lagi ef þú færð það ekki í hvert skipti.“

Nicoly Costa, 25 ára, er heimavinnandi móðir. Kærasti hennar er Matthew.

„Áður en ég átti son minn og meira að segja á meðgöngunni var kynlíf okkar frábært. Við höfum verið saman í þrjú ár og fengum ekki nóg af hvort öðru, við stunduðum kynlíf á hverjum degi. En eftir að Harry fæddist þá hefur það því miður breyst.

Við gerum það ekki nærri því eins oft núna. Við erum heppin ef við stundum kynlíf einu sinni í viku. Ég sakna hvernig þetta var en maður venst þessu. Ég er heimavinnandi móðir og það tekur rosalega mikla orku frá mér,“ segir Nicoly.

„Þegar hann vill stunda kynlíf, þá vil ég ekki valda honum vonbrigðum og ég nýt kynlífsins. En ég vil bara ekki vera í marga klukkutíma að því, og þess vegna geri ég mér stundum upp fullnægingu. Þá get ég farið að sofa, til öryggis ef sonur minn vaknar um miðja nótt eða mjög snemma um morguninn,“ segir Nicoly.

„Ég fæ ekki samviskubit við að gera mér upp fullnægingu. Við njótum bæði kynlífsins,“ segir hún.

„Eftir að ég samþykkti að segja sögu mína þá sagði ég honum að ég hafði gert mér upp fullnægingu með honum. Hann var ekki sár heldur frekar hissa. Ég hlýt að vera betri leikkona en ég hélt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stöð 2 lækkar verð

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Haaland tæpur fyrir bikarleikinn mikilvæga á morgun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.