fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Bína er miðaldra kínverskur punthundur sem kom eigendum sínum rækilega á óvart: „Við trúum þessu ekki alveg ennþá“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta gerðist á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá var húsmóðirin á heimilinu inni í eldhúsi með gest í hádegismat þegar þau verða vör við að hún Bína er eitthvað að brölta inni í stofu, tekur svo brjálæðiskast og byrjar að gelta mjög grimmilega,“ segir Skúli Ragnarsson í samtali við blaðakonu.

Bína er miðaldra kínverskur punthundur sem hefur tilheyrt fjölskyldunni til fjölda ára.

„Hún er löt, þrjósk og athyglissjúk og það hefur svo sem enginn sérstaklega miklar væntingar til hennar aðrar en að éta matinn sinn og míga og skíta ekki inni. Það hefur hins vegar breyst eftir síðustu viku.“

Eigendum Bínu til mikillar undrunar gerði hún sér lítið fyrir og gómaði hún rottu inni í stofu heima hjá þeim.

„Þegar þau fara að athuga hvað sé í gangi þá stendur Bína yfir svo til dauðri rottunni alveg brjáluð. Það var nokkuð greinilegt að hún hafði tuskað rottuna til og drepið hana. Hún var ekki hrifin af henni, gerði sér lítið fyrir og drap hana… Sem er nokkuð spaugilegt því hún hefur átt rottubangsa í mörg ár sem hún „drepur“ mjög reglulega. Það má því segja að hún sé í nokkuð góðri æfingu. Við trúum þessu ekki alveg enn þá en Bínu eru svo sem alveg sama, hún drap bara þessa rottu. Eftir að rottunni var komið í burtu tók hún svo eftirlitsferð um íbúðina til að athuga hvort það væru fleiri rottur á svæðinu en það voru engar, sem betur fer fyrir þær. Þetta kom öllum svo á óvart því Bína er hálf fótlama og fer yfirleitt ekki mjög hratt yfir. Þetta er líka mjög fyndið því hún er hrædd við svona lítil dýr. Við höfum kynnt hana fyrir hænuungum, andarungum, páfagauk, hamstri og fleira og hún yfirleitt gerir allt til þess að forðast þau. Vill ekki einu sinni horfa á þau.““

Það má því augljóslega sjá að orðatiltækið „margur er knár, þótt hann sé smár,“ eigi vel við í tilfelli Bínu. Hér fyrir neðan má svo sjá mynd af Bínu með feng sinn og virðist hún ekki alveg skilja af hverju eigendur hennar séu að gera svona mikið mál úr atvikinu, enda hafi hún bara verið að drepa rottu sem fór í taugarnar á henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann