fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Bleikt

Að koma kvíðabarni í skólann – Góð ráð frá Katrínu Ósk

Amare
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af því að það er að byrja ný vika ..

Það er ekkert grín að kljást við kvíða. Við fullorðna fólkið sem drögum þennan púka á eftir okkur vitum vel hversu þrúgandi og vondur hann getur verið við okkur. Við eigum daga þar sem við getum ekki hugsað okkur að svara símanum þegar hann hringir, viljum helst fela okkur undir sæng allan daginn og tilhugsunin um að þurfa að takast á við óvæntar uppákomur dagsins verður stundum yfirþyrmandi.

Hversu erfitt er þetta þá fyrir börnin okkar? Þau skilja ekki hvað er að gerast innra með þeim, kunna ekki að skilgreina það fyrir okkur foreldrunum sem viljum svo innilega hjálpa þeim.

Sonur minn er ótrúlega klár og flottur strákur. Hann á fullt af vinum og er vel liðinn af öllum, honum gengur vel í skóla og hann hefur engar greiningar sem hann þarf að kljást við. En samt þarf hann að hefja marga morgna á baráttu við kvíðapúkann sem límir hann við rúmið og bannar honum að takast á við daginn.

Við höfum að sjálfsögðu reynt öll brögð í bókinni. Það mikilvægasta er þó að foreldrið sem þarf að sjá um það að koma barninu á fætur, haldi ró sinni. Ég gargaði oft og gólaði, klæddi hann sjálf með tilheyrandi spörkum og veltum og hef margoft dregið hann í skólann með valdi. Þeir dagar voru ömurlegir. Mömmuhjartað í molum að þurfa að skilja við barnið mitt í kasti á skrifstofu félagsráðgjafa skólans. En svo tók ég sjálfa mig í gegn. Ég lærði að anda rólega, ég lærði að tala við hann þegar kvíðinn hafði umlukið hann eins og illgresi. Það hjálpaði mikið.

  1. Talaðu varlega og með ljúfan tón. Þá skynjar barnið skilning og að þú sért til staðar.
  2. Notaðu nafn barnsins.
  3. Gefðu barninu létta snertingu, eins og að halda í höndina eða strjúka öxlina/bakið.
  4. Vertu hughreystandi en forðastu langar setningar. Stutt og hnitmiðað.

Svo vitum við öll að mútur er af hinu góða þegar kemur að foreldrafærni, er það ekki?
Það eru til allskonar kerfi til þess að múta barninu en þó láta það vinna inn fyrir verðlaunum. Límmiðar, broskallar og stór feit X í kassa.

Mikilvægt er að ætlast ekki til of mikils af barninu. Gefum þeim lítil verkefni sem eru vel yfirstíganleg og ekki fleiri en fimm skref fyrir hvern morgunn. Hér er taflan sem ég notaði fyrir minn strák, en svo hannar hver móðir/faðir þetta eftir höfði barnsins síns.

 

 

Við vitum öll að dagarnir eru misgóðir hjá okkur. Það er alveg eðlilegt að ná ekki öllum skrefunum á hverjum degi. Það er leyfilegt að mistakast aðeins og samt fá verðlaun, því það að ljúka einu skrefi er strax sigur fyrir kvíðabarn. Ég lét strákinn minn vita að hann mætti fá sex mínusa, eða fýlukalla (eftir því hvað við á) yfir vikuna en hann myndi samt fá verðlaun, og sagði honum að það væri af því að enginn er fullkominn og enginn dagur er eins.

Það er í lagi að eiga erfitt með verkefni, það er bara mikilvægt að ljúka því (mæta í skólann). Fyrir þau börn sem þurfa mikla hughreystingu þá er frábært að endurtaka við barnið; ÞAÐ ER EKKERT SEM ÞÚ GETUR EKKI!

Vonandi hjálpar þetta í það minnsta einum, því ég veit að við erum svo mörg sem eigum í þessu stríði.

Færslan er skrifuð af Katrínu Ósk og birtist upphaflega á Amare.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Stjörnurnar hvetja fólk til að nota grímu – Dr. McDreamy með mikilvæg skilaboð

Stjörnurnar hvetja fólk til að nota grímu – Dr. McDreamy með mikilvæg skilaboð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.