fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 20. mars 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum.

Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka,

segir Katrín í færslu á Facebook.

Píndi sig áfram

Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að vera ekki sú fyrsta til þess að hætta að hlaupa.

Katrín segir að hvern vetur hafi henni kviðið þess að mæta í þetta próf.

Ég man að þau sem gátu hlaupið mest voru krakkarnir sem voru á fullu í fótbolta og sumar af fimleikastelpunum. Á þessum tíma var sjálfsálit mitt ekki sterkt og skömmin við það að geta ekki hlaupið jafn mikið og „duglegu“ krakkarnir var svakaleg.

Í dag á Katrín fimm börn og eru tvö þeirra komin í grunnskóla.

Prófið hefur slæm áhrif á sjálfsmynd barna

Þau eru í fjórða bekk og í dag kom annað barnið fúlt heim eftir skóla því það hljóp bara 11 ferðir í píp-testinu en sá sem hljóp mest fór alveg 100 ferðir.

Katrín leggur til að grunnskólar hætti að notast við píp-testin sem þolpróf fyrir börnin.

Af minni reynslu hefur þetta próf slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég get ekki séð að það skipti skólakerfið nokkru máli hversu margar ferðir krakkar geta hlaupið og hversu hratt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að