fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 20. mars 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum.

Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka,

segir Katrín í færslu á Facebook.

Píndi sig áfram

Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að vera ekki sú fyrsta til þess að hætta að hlaupa.

Katrín segir að hvern vetur hafi henni kviðið þess að mæta í þetta próf.

Ég man að þau sem gátu hlaupið mest voru krakkarnir sem voru á fullu í fótbolta og sumar af fimleikastelpunum. Á þessum tíma var sjálfsálit mitt ekki sterkt og skömmin við það að geta ekki hlaupið jafn mikið og „duglegu“ krakkarnir var svakaleg.

Í dag á Katrín fimm börn og eru tvö þeirra komin í grunnskóla.

Prófið hefur slæm áhrif á sjálfsmynd barna

Þau eru í fjórða bekk og í dag kom annað barnið fúlt heim eftir skóla því það hljóp bara 11 ferðir í píp-testinu en sá sem hljóp mest fór alveg 100 ferðir.

Katrín leggur til að grunnskólar hætti að notast við píp-testin sem þolpróf fyrir börnin.

Af minni reynslu hefur þetta próf slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég get ekki séð að það skipti skólakerfið nokkru máli hversu margar ferðir krakkar geta hlaupið og hversu hratt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Heimir nefnir stóran mun á íslenska landsliðinu í dag og því sem hann þjálfaði

Heimir nefnir stóran mun á íslenska landsliðinu í dag og því sem hann þjálfaði
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“