fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 20. mars 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum.

Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka,

segir Katrín í færslu á Facebook.

Píndi sig áfram

Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að vera ekki sú fyrsta til þess að hætta að hlaupa.

Katrín segir að hvern vetur hafi henni kviðið þess að mæta í þetta próf.

Ég man að þau sem gátu hlaupið mest voru krakkarnir sem voru á fullu í fótbolta og sumar af fimleikastelpunum. Á þessum tíma var sjálfsálit mitt ekki sterkt og skömmin við það að geta ekki hlaupið jafn mikið og „duglegu“ krakkarnir var svakaleg.

Í dag á Katrín fimm börn og eru tvö þeirra komin í grunnskóla.

Prófið hefur slæm áhrif á sjálfsmynd barna

Þau eru í fjórða bekk og í dag kom annað barnið fúlt heim eftir skóla því það hljóp bara 11 ferðir í píp-testinu en sá sem hljóp mest fór alveg 100 ferðir.

Katrín leggur til að grunnskólar hætti að notast við píp-testin sem þolpróf fyrir börnin.

Af minni reynslu hefur þetta próf slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég get ekki séð að það skipti skólakerfið nokkru máli hversu margar ferðir krakkar geta hlaupið og hversu hratt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Faðir Florian Wirtz ræðir mjög erfiða byrjun hans á Englandi

Faðir Florian Wirtz ræðir mjög erfiða byrjun hans á Englandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“