fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 20. mars 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum.

Ég man þegar ég var í skóla, þá voru þetta leiðinlegustu tímarnir í leikfimi. Ég var í þannig íþróttum að ég var ekki vön því að hlaupa, ég æfði dans og hafði ekki mikið úthald í hlaup fram og til baka,

segir Katrín í færslu á Facebook.

Píndi sig áfram

Þar að auki veiktist ég sem unglingur af meltingarsjúkdómnum Chrons og dró það vel úr þreki mínu. Ég píndi mig áfram í hvert skipti til þess að vera ekki sú fyrsta til þess að hætta að hlaupa.

Katrín segir að hvern vetur hafi henni kviðið þess að mæta í þetta próf.

Ég man að þau sem gátu hlaupið mest voru krakkarnir sem voru á fullu í fótbolta og sumar af fimleikastelpunum. Á þessum tíma var sjálfsálit mitt ekki sterkt og skömmin við það að geta ekki hlaupið jafn mikið og „duglegu“ krakkarnir var svakaleg.

Í dag á Katrín fimm börn og eru tvö þeirra komin í grunnskóla.

Prófið hefur slæm áhrif á sjálfsmynd barna

Þau eru í fjórða bekk og í dag kom annað barnið fúlt heim eftir skóla því það hljóp bara 11 ferðir í píp-testinu en sá sem hljóp mest fór alveg 100 ferðir.

Katrín leggur til að grunnskólar hætti að notast við píp-testin sem þolpróf fyrir börnin.

Af minni reynslu hefur þetta próf slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum. Ég get ekki séð að það skipti skólakerfið nokkru máli hversu margar ferðir krakkar geta hlaupið og hversu hratt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Greindist loks með HIV eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks með HIV eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Birta dæmi um miklu hærra áfengisverð í fríhöfninni en í nágrannalöndum – Sjáðu muninn

Birta dæmi um miklu hærra áfengisverð í fríhöfninni en í nágrannalöndum – Sjáðu muninn
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Miðflokkurinn ekki fyrstur til að segja „Íslands fyrst“ – Var áður notað af flokk íslenskra öfgaþjóðernissinna

Miðflokkurinn ekki fyrstur til að segja „Íslands fyrst“ – Var áður notað af flokk íslenskra öfgaþjóðernissinna