fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Brotnaði niður á götum London eftir „ljótan“ brandara SNL

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 07:42

Aimee Lou Wood. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leikkonan Aimee Lou Wood virtist í miklu uppnámi og grét í fangi vinar síns á götum London í gær. Ekki er vitað hvers vegna hún hafi fellt tár en fjölmiðlar vestanhafs, sem birtu myndir af stjörnunni, telja þetta tengjast grínskets Saturday Night Live um helgina.

Sjá einnig: White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

Aimee sló í gegn í þriðju þáttaröð af vinsælu HBO-þáttunum, White Lotus. Grínistinn Sarah Sherman hermdi eftir Aimee og var með gervitennur, grínið sneri að framtönnum Aimee og var ýjað að því að leikkonan vissi ekki hvað flúor væri.

Sketsinn má sjá hér að neðan, sketsinn með Aimee byrjar á mínútu 2:48.

Aimee gagnrýndi SNL á Instagram og sagði brandarann hafa verið ljótan og ekki fyndinn. Hún sagðist vel getað tekið gríni ef það hittir í mark, en hún sagði grínið hafa verið ódýrt og lélegt. Hún kvaðst seinna um daginn hafa fengið afsökunarbeiðni frá fólkinu á bak við SNL.

The White Lotus' star Aimee Lou Wood calls out 'SNL' for 'mean' sketch  about her | Mashable

Fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær og gagnrýndu fjöldi manns grínþáttinn.

Aimee brotnaði niður á götum Suður-London í gær. Vinur hennar og leikarinn Ralph Davis huggaði hana.

Tennur Aimee hafa verið mikið til umræðu síðan þriðja þáttaröð af White Lotus fór í loftið. Leikkonan sagðist vera komin með nóg af því í viðtali við GQ fyrir stuttu. Hún sagðist vilja að fólk myndi frekar spá í frammistöðu hennar frekar en framtönnum og hún sagðist einnig velta því fyrir sér hvort karlmaður fengi svipaða meðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“