fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Mourinho fékk athyglisverð skilaboð frá fyrrum leikmanni – ,,45 ára gamall maðut gæti unnið núverandi lið Chelsea“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. apríl 2025 20:11

Getty IMages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea og núverandi stjóri Fenerbahce, fékk athyglisverð skilaboð frá sínum fyrrum leikmanni á dögunum.

Mourinho greinir sjálfur frá en hann gerði flotta hluti með Chelsea og vann deildina árið 2005 þar sem liðið fékk aðeins á sig 15 mörk.

Margir leikmenn Chelsea á þeim tíma eru enn í bandi við Mourinho en ljóst er að Chelsea er ekki á sama stað í dag og er í baráttu um Meistaradeildarsæti.

Þessi ónefndi aðili vildi meina það að þetta Chelsea lið frá 2005 gæti unnið núverandi lið Chelsea ef þeir fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið.

,,Það var einn leikmaður sem spilaði með okkur 2004-2005 sem sendi mér skilaboð fyrir nokkrum vikum. Ég segi ykkur ekki hver hann er en hann er í dag 45 ára eða eitthvað í þá áttina,“ sagði Mourinho.

,,Þetta var ekki Frank Lampard eða John Terry en þessi maður sagði við mig: ‘Stjóri, ef þú nærð að safna saman 2004-2005 liðinu hjá Chelsea og við æfum saman þá eftir tvær vikur þá myndum við vinna núverandi lið Chelsea.’

,,Þetta var augljóslega brandari en hann vildi benda á hversu góðir við vorum, við vorum svo góðir að 45 ára gamall maður gæti æft í tvær vikur og unnið núverandi lið Chelsea. Á meðal okkar þá erum við ennþá lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu

Hættir í starfinu til að aðlaga líf sitt að stráknum sínum sem er með alvarlega einhverfu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein

Leita til lögfræðings eftir ógeðfelldar lygar á netinu með hjálp gervigreindar – Sonur þeirra átti að vera látinn og ung dóttir þeirra með krabbamein
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Engar líkur á að Slot fái sparkið

Engar líkur á að Slot fái sparkið
433Sport
Í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Í gær

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn
433Sport
Í gær

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga
Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik