fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Tveir lykilmenn gætu misst af leik Arsenal við Real – ,,Vildum ekki taka áhættu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. apríl 2025 10:30

Partey skorar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er möguleiki á að Arsenal verði án tveggja lykilmanna er liðið mætir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Thomas Partey skoraði mark Arsenal í gær gegn Brentford í 1-1 jafntefli en hann fór af velli vegna meiðsla að sögn Mikel Arteta, stjóra liðsins.

Arsenal er 3-0 yfir fyrir seinni leikinn gegn Real sem fer fram á Spáni og er því í mjög góðri stöðu fyrir þá viðureign.

Arteta tjáði sig um Partey sem og varnarmanninn Ben White eftir leikinn við Brentford í gær.

,,Thomas fann eitthvað til og við vildum ekki taka neina áhættu. Við höfum ekki rætt við læknateymið ennþá,“ sagði Arteta.

,,Ben White, við erum ekki vissir. Hann var ekki í standi til að komast í hópinn – við þurfum að bíða í einhverja daga og sjá til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“