fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Magnús Már um bróður sinn í kvöld: ,,Yfirleitt ánægður en í dag var ég ekki nógu ánægður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. apríl 2025 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik sinna manna við Breiðablik.

Leikurinn tapaðist 2-0 á erfiðum útivelli og má segja að Íslandsmeistararnir hafi átt sigurinn skilið.

Afturelding komst upp í Bestu deildina síðasta sumar og fékk svo sannarlega erfiða byrjun gegn sterkum Blikum.

  • ,,Að einhverju leyti var spennustigið of hátt. Um leið og skrekkurinn fór úr okkur í seinni hálfleik þá var meiri bragur á okkur og meira hugrekki. Við hefðum átt að byrja þetta sterkari,“ sagði Magnús við Stöð 2 Sport.

,,Það sem pirrar mig mest að við náðum ekki að spila meira, við náðum ekki að koma okkur ofar, það fór í taugarnar á mér. Við náðum ekki að búa til færi fyrr en undir lok fyrri hálfleiks.“

,,Við fórum yfir það í hálfleik að við þyrftum að vera hugrakkari og þora að spila, við þurftum að vera hugaðari. Við höfðum engu að tapa 2-0 undir eftir fyrri hálfleik. Þetta var frumsýning sem kannski sat í mönnum í byrjun.“

Magnús ræddi svo bróður sinn, Anton Ara Einarsson, sem átti frábæran leik í marki Breiðabliks í kvöld.

,,Hann var góður sko en hérna, það var pirrandi að hann hafi verið að verja. Ég er yfirleitt ánægður með þegar hann er að verja en í dag var ég ekki alveg nógu ánægður. Hann var góður, hann má eiga það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Í gær

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3