fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Ekki viss um að Arteta sé með rétta persónuleikann – ,,Ég veit ég mun fá gagnrýni“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. mars 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

William Gallas, fyrrum leikmaður Arsenal, er ekki viss um það að Mikel Arteta geti höndlað það að vinna með stjörnum á borð við Victor Osimhen.

Osimhen hefur oft verið orðaður við Arsenal sem vill fá framherja inn fyrir næsta tímabil en hann er samningsbundinn Napoli.

Gallas er ekki viss um að það samband muni enda vel og að það henti Arteta betur að vinna með leikmönnum sem eru með minni prófíl.

,,Að mínu mati þá er victor Osimhen maðurinn sem þeir ættu að reyna við. Hann hefur spilað vel með Galatasaray en er augljóslega á láni frá Napoli,“ sagði Gallas.

,,Hann gæti skorað 20 mörk á tímabili. Ef ekki þá er hann samt hreyfanlegur og skapar pláss fyrir aðra leikmenn í kringum sig.“

,,Ég veit að ég mun fá gagnrýni enn eina ferðina fyrir þessi ummæli en er hann of stórt nafn fyrir Arteta? Ég er ekki viss um að Mikel Arteta sé með persónuleikann til að glíma við stóra prófíla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guðrún eftir tapið í kvöld: ,,Okkur langaði rosalega mikið að ná í sigur“

Guðrún eftir tapið í kvöld: ,,Okkur langaði rosalega mikið að ná í sigur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum

Sambandsdeildin: Víkingar í góðum málum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Silva fékk gjöf frá Chelsea

Silva fékk gjöf frá Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United fær 1,5 milljarð vegna kaupa Real Madrid á bakverðinum

United fær 1,5 milljarð vegna kaupa Real Madrid á bakverðinum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert

Andstæðingurinn hrósar stuðningsmönnum Íslands í hástert
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“

Fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ í nýju hlutverki – „Það er yndislegt að vera hérna“