fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Aron Einar opnar sig um ákvörðun Arnars – „Held þetta sé rétt þróun“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. mars 2025 15:08

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson er hlynntur því að Orri Steinn Óskarsson taki við fyrirliðabandinu í íslenska landsliðinu af honum.

Þetta segir reynsluboltinn í samtali við RÚV. Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti í gær að hinn tvítugi Orri, sem er á mála hjá Real Sociedad, tæki við bandinu. Tilkynnti hann enn fremur að Hákon Arnar Haraldsson væri nýr varafyrirliði.

„Ég vissi alveg að hann hafði hugmyndir um annað og eins og hann útskýrði líka vel að ég þarf ekki fyrirliðaband til að vita að ég er leiðandi í þessum hóp. Þetta er svipuð staða og ég var í þegar ég tók við bandinu og Orri og Hákon vita það að ég er til staðar fyrir þá þegar þeir vilja. Ég held þetta sé rétt þróun. Þetta kannski lætur þá axla meiri ábyrgð og ég var hlyntur þessari hugmynd frá byrjun,“ segir Aron við RÚV.

Einhverjir hafa gagnrýnt að Aron sé landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Kósóvó. Aron er á mála hjá Al-Gharafa í Katar en er aðeins skráður í Meistaradeildarhóp liðsins, en þar er Al-Gharafa úr leik. Hann lék með Þór í Lengjudeildinni hér heima síðasta sumar.

„Ég er orðinn vanur þessari gagnrýni. Ég hef verið að spila vel í Meistaradeildinni hér í Asíu og æfa 100% þannig að ég er klár. Ég hef í raun sjaldan verið hungraðri en akkúrat þessa stundina í að sýna mig og sanna,“ segir Aron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“