fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Bestu vinkonur byrjuðu á sitthvoru þyngdartapslyfinu – Gjörólíkar upplifanir

Fókus
Fimmtudaginn 13. mars 2025 13:33

Vinkonurnar Dacia og AnnaLee.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bestu vinkonurnar AnnaLee Canario og Dacia Benjamin byrjuðu að taka þyngdartapslyf á svipuðum tíma en upplifanir þeirra voru gjörólíkar.

Í samtali við DailyMail segja vinkonurnar frá vegferð sinni. AnnaLee, 32 ára, fékk uppáskrifað Mounjaro í desember 2022. Virka efnið í Mounjaro er tirzepatide.

Dacia, 40 ára, var sett á lyf sem inniheldur virka efnið semaglútíð (sem er einnig virka efnið í Ozempic og Wegovy) um sex mánuðum síðar.

Bæði lyfin tilheyra flokki glúkagonlík-peptíð-1 (GLP1) hliðstæðna. Rannsóknir hafa gefið til kynna að tirzepatide sé skilvirkara en Dacia segir að hún var fljótari að léttast (hún var á semaglútíð). Hún glímdi einnig við mikið verri aukaverkanir.

Dacia.

Bæði lyfin geta valdið svipuðum aukaverkunum, eins og flökurleika, uppköst og niðurgang en Dacia sagði að stundum hafi flökurleikinn og magakramparnir verið svo slæmir að hún hafi varla geta hreyft sig.

„Ég upplifði alveg frekar slæmar aukaverkanir, ég ætla ekki að ljúga. Ég hef glímt við stanslausan flökurleika og hægðatregðu, en ég held að ég sé búin að finna nokkuð góða lausn með teyminu mínu og mér líður betur,“ sagði hún. „Ég tók eftir því að þetta var ekki jafn stórt vandamál hjá AnnaLee.“

AnnaLee tók það samt fram að aukaverkanirnar urðu verri ef hún drakk áfengi, svo hún gaf það upp á bátinn.

AnnaLee.

Báðar konurnar hafa misst um 40 prósent af eigin líkamsþyngd og líður vel. Þær segja að það hafi hjálpað að hefja þessa vegferð á svipuðum tíma, þær hafi getað rætt um líðan sína, erfiðleika og hafi í kjölfarið tengst enn sterkari böndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt