fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Kvörtunum rigndi inn vegna Sabrinu Carpenter – „Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður“

Fókus
Fimmtudaginn 6. mars 2025 11:06

Sabrina Carpenter í lagi sínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kvörtunum hafi rignt yfir Fjölmiðlaeftirlit Bretlands (Ofcom) eftir Brit Awards-verðlaunahátíðina sem fram fór um helgina.

Alls bárust rúmlega 800 kvartanir og beindust þær einkum að tónlistaratriði Sabrinu Carpenter á hátíðinni og klæðaburði Charlie XCX.

Sabrina, sem er 25 ára, flutti lagið Bed Chem á hátíðinni og var heldur fáklædd að mati þeirra sem kvörtuðu. Þá þótti mörgum hún ganga yfir strikið með „kynferðislegum skírskotunum“, ekki síst þegar hún fór niður á hnén fyrir framan einn af „varðmönnum breska konungsins“ sem höfðu komið sér fyrir á sviðinu.

„Dóttir mín sem er 11 ára er heltekin af henni og ég útskýrði fyrir henni, á meðan við horfðum á atriðið, að þetta væri ástæðan fyrir því að ég gæti ekki farið með hana á tónleika með henni,“ sagði til dæmis ein áhyggjufull móðir á samfélagsmiðlinum X.

„Sem faðir tveggja stúlkna, 11 og 13 ára, er ég fjúkandi reiður yfir því að þetta hafi verið opnunaratriði Brit Awards,“ sagði svo einn faðir.

Þá vakti klæðaburður Charlie XCX hneykslun sumra en hún mætti í gegnsærri blússu þar sem geirvörturnar sáust. Charlie fékk fimm verðlaun á hátíðinni.

Í frétt Mail Online kemur fram að Ofcom sé með til skoðunar hvort gripið verði til einhverra aðgerða vegna kvartananna. Myndband frá Mail Online má sjá hér að neðan.

Charlie XCX á hátíðinni á laugardag. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Í gær

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“