fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fókus

Viktor var að skoða Snapchat þegar hann náði botninum – „Eftir þetta pantaði ég í mína síðustu meðferð“

Fókus
Mánudaginn 3. mars 2025 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Smári er 25 ára strákur sem ólst upp í Danmörku til tíu ára aldurs. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Foreldrar hans skildu þegar hann var átta ára og fluttu síðan til Íslands þegar hann var tíu ára, í Kópavoginn.

„Það var alveg erfitt að flytja heim, burtu frá öllu sem ég þekkti þegar ég var tíu ára en mér var tekið rosalega vel í nýjum skóla og eignaðist strax góða vini,“ segir hann.

Undir lok grunnskóla fór að halla undan fæti án þess að Viktor geti sett fingur á það hvað hafi verið að hrjá hann almennilega.

„Ég byrjaði á því að stelast í vínskápinn hjá ömmu, eitthvað ógeðslega vont, brúnt áfengi og endaði uppi í rúmi þar sem allt hringsnerist en samt leið mér vel,“ segir hann.

Fór inn á Vog

Í framhaldsskóla tók við djamm, böll og síðan grasreykingar.

„Þegar ég horfi til baka hafði ég í raun aldrei stjórn á minni neyslu. Ég drakk meira eða notaði meira og lengur en náði að fela það vel í langan tíma.“

Viktor fór í fyrsta skipti inn á Vog þegar hann var nítján ára en var ekki tilbúinn til að hætta á þeim tíma. Eins og oft er með fólk þá var það eins konar pása fyrir hann.

Náði botninum

Hann fór nokkrum sinnum á fundi en heyrði í raun ekki það sem var sagt þar.

„Minn botn var þegar ég sat með vini mínum, sem er ennþá úti að þjást, að skoða memories á Snapchat. Ég hugsaði með mér hvort ég ætlaði að vera á þessum sama stað eftir önnur fimm eða tíu ár. Eftir þetta pantaði ég í mína síðustu meðferð,“ segir hann.

„Ég er með fíknisjúkdóm en get ekki notað þá afsökun endalaust, ég þarf að taka ábyrgð á mínu lífi og gera það sem ég get til að halda honum niðri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum