fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Young birti athyglisverða X færslu – Vitnaði í fræg ummæli Mourinho

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 17:35

Ashley og Tyler Young Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ashley Young, leikmaður Everton, birti ansi athyglisverða X færslu í gærkvöldi eftir leik sinna manna við Manchester United.

Young er fyrrum leikmaður United og mætti þarna sínu fyrrum félagi í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.

Á lokamínútunum vildi Young og Everton fá vítaspyrnu sem var upprunarlega dæmd en svo tekin af liðinu eftir skoðun í VAR.

Young tjáði sig á X eftir leikinn þar sem hann vitnaði í fræg ummæli Jose Mourinho, fyrrum stjóra bæði Chelsea og United.

,,Ég kýs það að tjá mig ekki, ef ég tjái mig þá kemst ég í vandræði,“ skrifaði Young á Twitter og var því augljóslega mjög óánægður með dómgæsluna á lokamínútunum.

Mourinho lét sömu ummæli falla árið 2014 eftir að Chelsea hafði tapað gegn Aston Villa í einmitt úrvalsdeildinni.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum