fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson svarar fyrir sig eftir að sálfræðingurinn Hulda Tölgyes og kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson hjóluðu í hann eftir viðtal við hann í Kastljósi fyrr í vikunni.

Hulda og Þorsteinn skrifuðu harðorðaðan pistil og kölluðu Þorgrím meðal annars risaeðlu og forréttindafirrtan karlmann. Þau gáfu einnig sterklega í skyn að Þorgrímur hefði ekkert erindi að tjá sig um þessi mál þar sem hann væri ekki menntaður á þessu sviði.

Þorgrímur Þráinsson er fæddur 1959 með stúdentspróf og eins árs nám á bakinu í frönsku. Síðan hefur hann allskonar flotta reynslu og skrifað fullt af bókum. En er þetta raunverulega það sem börn eiga að þurfa að hlusta á? Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um,“ sögðu þau meðal annars.

Sjá einnig: Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda skrifaði einnig pistil á Vísi um málið þar sem hún gagnrýndi orðræðu Þorgríms enn frekar.

„Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér“

Þorgrímur svaraði hjónunum og öðrum gagnrýnendum í stuttum pistli á Facebook og bendir á að hann sé með áratuga reynslu á þessum vettvangi.

„Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins og áratuga reynslu á vettvangi er ágætt að benda þeim á að ég er að mestu leyti (í Kastljósi) að vitna í bók sem ætti að vera skyldulesning fyrir þá sem eiga eða umgangast börn og ungmenni – The Anxious Generation. Það mætti líka leita á netinu af því sem höfundur bókarinnar, Jonathan Haidt, segir almennt um þessi mál. Hann er hámenntaður,“ sagði hann og bætti við:

„Og svo er ofureinfalt fyrir þá, sem hafa risa-áhyggjur af því að ég sé að ræða við ungmenni alla daga, að taka upp símann og hringja í einhvern af þeim 160 skólum sem ég hef heimsótt í vetur og spyrja skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, námsráðgjafa, deildarstjóra, umsjónarkennara, kennara, stuðningsfulltra, já eða nemendur, á hvaða nótum ég ræði við ungmennin.

P.s. svo hef ég horft upp á athyglisbrest, „kvíða“, einhverfuróf, tourette og almenna vanlíðan heima hjá mér í yfir 20 ár. Og líka hvernig það er tæklað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“