fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Pillurnar fljúga á Hlíðarenda eftir harðorða yfirlýsingu vegna Gylfa – „Óþarfi að láta málin enda í illindum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er öllum skemmt yfir yfirlýsingu sem Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sendi stuðningsmönnum félagsins í kjölfar skipta Gylfa Þórs Sigurðssonar til Víkings.

Eins og flestir vita er Gylfi genginn í raðir Víkings frá Val. Hann tjáði félaginu að hann vildi fara í síðustu viku og í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýndi Björn frammistöðu Gylfa í leik gegn ÍA í Lengjubikarnum í kjölfarið.

„Í síðustu viku fór af stað atburðarrás í kjölfar þess að Gylfi og hans fólk tjáðu okkur að hann vildi fara frá félaginu. Í kjölfarið sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu með frammistöðu sinni þegar hann bar fyrirliðabandið í síðasta leik gegn ÍA. Það var ekki sá Gylfi sem við þekkjum,“ skrifaði Björn meðal annars.

„Það var mat stjórnar eftir samtöl við leikmenn og aðila í kringum hópinn að með þessari framkomu hefði orðið ákveðinn trúnaðarbrestur milli leikmannsins og hópsins,“ sagði enn fremur í bréfinu.

Meira
Formaður Vals staðfestir skipti Gylfa en lætur þung orð falla um hann – „Sýndi Gylfi bæði liðsfélögum sínum og félaginu öllu mikla vanvirðingu“

Sagnfræðingurinn og fótboltaáhugamaðurinn Stefán Pálsson er á meðal þeirra sem hafa skotið á Val vegna yfirlýsingarinnar í dag.

„Stundum er best að anda djúpt og telja upp í tíu áður en ýtt er á send. Viðskilnaður er oft leiðinlegur en það er samt óþarfi að láta málin enda í illindum. En hversu slakur þarf maður að vera í lengjudeildarleik í febrúar til að það flokkist sem vanvirðing í garð félags og stuðningsfólks!!??“ skrifar Stefán.

Hefur hann fengið töluverð viðbrögð við þessari færslu sinni.

„Hún er vandræðaleg þessi yfirlýsing frá Val , þessum annars frábæra og sigursælasta íþróttaklúbbi Íslands í bæði KK og KVK flokki, hversu litlir og hvað mikla minnimáttarkennd geta menn verið með ? Síðast var það Hannes rekinn og nú þetta, stundum þurfa menn að reka þjálfara eða láta leikmenn fara og stundum vilja leikmenn fara , þá bara takast menn í hendur og fara í sitthvora áttina , það er auðvelt að virðast stór þegar verið er að lyfta bikurum en það er í mótvindi sem menn geta virkilega sýnt hvað klúbburinn er stór,“ skrifaði Ingólfur Þór Hlynsson til að mynda.

„Þetta er vandræðalega vitlaus yfirlýsing/tilkynning. Tilvalin sem kennsluefni í almannatengslum,“ skrifaði Jóhann Hlíðar Harðarson þá.

Stefán tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlinum X og sló þar á létta strengi.

„Sé að Valsmenn hafa ákveðið að losa sig við Gylfa til Víkings af því að hann var svo lélegur á móti Skaganum í Lengjunni. Það er eins gott að Framarar standi sig á móti Njarðvík á laugardaginn kemur, annars er það bara beinasta leið í Þrótt,“ sagði Stefán þar, en hann er mikill Framari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með