fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

„Þetta er fallegur boðskapur þótt tónninn undir niðri sé mjög djúpur“

Fókus
Föstudaginn 14. febrúar 2025 13:13

Bára Katrín og Steinunn Ása.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, eða Stása fékk hún þá hugmynd í fyrra að senda inn lag í Söngvakeppnina til að hvetja konur með fötlun til að rísa upp og standa saman.

„Um 70 prósent fatlaðra kvenna verða fyrir ofbeldi,“ segir Steinunn Ása og bætir við: „Og ég hugsaði hvernig getum við bjargað þeim, hvernig er hægt að hugga þær og segja þeim að þær eru ekki einar í þessu.“

 Sú hugmynd kviknaði þá hjá henni að senda inn lag í söngvakeppni RÚV.

„Við þurfum að vanda okkur betur og gera miklu betur en við höfum gert í þessum málefnum,“ sagði Stása.

Stása hafði samband við Valgeir Magnússon og Heiðar Örn Kristjánsson, laga- og textahöfunda sem voru til í að taka þátt í verkefninu. Textinn spratt svo upp úr löngu trúnaðarsamtali við Láru Ómarsdóttur og til varð lagið Rísum upp.

„Þetta er fallegur boðskapur þótt tónninn undir niðri sé mjög djúpur og alvarlegur og það er alltaf hægt að finna sjálfstyrkinguna í honum,“ segir Stása en rætt var við hana á Bylgjunni í vikunni.

Stása, sem er hve þekktust fyrir að vera hluti af teymi sjónvarpsþáttanna Með okkar augum er ánægð með hvernig til tókst. Flytjandi lagsins er Bára Katrín en fyrst stóð til að Stása myndi sjálf flytja lagið.

„Ég átti að vera alveg í frontinum en ég fann það á mér að það væri of mikil fórn fyrir mig og ég væri ekki alveg tilbúin í þetta. Þetta yrði svo stærra svo ég vildi bara fá einhvern annan fyrir mig og ég er ofsalega sátt með þetta,“ segir hún.

Hægt er að hlusta á lagið hér en lagið er eitt þeirra fimm sem keppa á laugardag um sæti í lokakeppni söngvakeppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“