fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Þetta mun Bianca fá í sinn hlut við skilnaðinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. febrúar 2025 09:33

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru vandræði í paradís hjá ástralska arkitektinum Biöncu Censori og rapparanum Kanye West. Í gær varpaði breski fjölmiðillinn Daily Mail fram sprengju og greindi frá því að þau væru formlega að sækja um skilnað og hafi nú þegar gert með sér samkomulag um fjárskipti.

Samkvæmt miðlinum mun Bianca fá fimm milljónir dala í sinn hlut eða um 703 milljónir íslenskra króna. Henni verður einnig heimilt að dvelja áfram í húsi rapparans í Los Angeles, en söluverð er um 5 milljarðar króna.

Kanye og Bianca. Mynd/Getty

Tíðindi um skilnað komu í kjölfar Grammy-verðlaunahátíðarinnar og sölu rapparans á bolum með hakakrossinum.

Eins og margir muna eftir þá mætti Bianca nær nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Kanye var kappklæddur og fengu margir ónotatilfinningu yfir athæfinu og höfðu áhyggjur af því að Bianca væri að gera eitthvað sem hún vildi í raun ekki gera.

Mynd/Getty

Samkvæmt Page Six gerðu hakakrossabolarnir útslagið.

„Hún er komin með nóg. Hakakrossabolarnir voru síðasta hálmstráið. Hún sagði honum en þetta sé ekki hver hún er og hún vilji ekki tengjast þessu. Hann sagðist ráða henni og að hann ætli að selja þessa boli. En þetta hefur áhrif á hana og hún vill ekki taka þátt í þessum sirkús,“ segir heimildarmaður Page Six.

Hann sagði einnig að Kanye trúir því að Bianca muni koma aftur til hans. „Hann segir að hún sé bara reið út í hana, en eins og staðan er núna tilkynnti hún honum að hún væri alveg komin með nóg.“

Talsmaður hjónanna þvertók fyrir orðróm um skilnað og sagði að þau væru stödd í Los Angeles og ætluðu að fagna Valentínusardeginum saman.

Sjá einnig: Eru Kanye West og Bianca Censori hætt saman?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki