fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Fjölmiðlar í Grikklandi trylltir og tala um harmleik eftir sigur Víkings – „Niðurlægðu menn sem fá miklu meira borgað“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. febrúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grískir fjölmiðlar fara hamförum í dag eftir tap Panathinaikos gegn Víkingi í Sambandsdeild Evrópu í gær. Fá leikmenn og þjálfari liðsins hressilega á baukinn.

Tapið kom Grikkjum í opna skjöldu og er þessu líkt við harmleik.

„Til að skilja hveru ömurlegir Panathinaikos voru þá þarf bara að skoða leikinn eftir að þeir minnka muninn í 2-1. Í stað þess að elta jöfnunarmarkið fer liðið í að halda stöðunni eins og hugleysingjar. Þetta var eins og lið án heila, án þess að vera með nokkuð í raun,“ segir Nikos Athanasiou blaðamaður í Grikklandi.

Screenshot

Nikos hrósar Víkingum og því leikplani sem Sölvi Geir Ottesen teiknaði upp. „Leikmenn Víkings spiluðu eins og þetta væri þeirra síðasti leikur á ferlinum, sýndu hjarta, vilja, hugrekki og voru með plan í leiknum. Þeir niðurlægðu menn sem fá miklu meira borgað. Vel gert hjá þeim, þetta áttu þeir skilið. Skrifuðu söguna fyrir íslenska fótbolta.“

Nikos skrifar svo um stuðningsmenn Panathinaikos. „Það fóru 150 stuðningsmenn liðsins til Helsinki og borguðu mikla fjármuni fyrir. Stóðu með liðinu sínu í skítakulda og fara heim til Athenu með sorg í hjarta, þeir sáu hversu lélegt liðið var. Þeir eiga að fá endurgreitt og fá frítt á seinni leikinn.“

Seinni leikur liðanna fer fram eftir sex daga í Grikklandi þar sem stuðningsmenn Panathinaikos gera kröfu á að kvittað verði fyrir tapið í Helsinki í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England