fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Enski bikarinn: Chelsea er úr leik – Willum lék gegn Newcastle

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. febrúar 2025 21:53

Kaoru Mitoma / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er úr leik í enska bikarnum eftir leik við Brighton sem fór fram á Amex vellinum í kvöld.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Brighton en Chelsea tók forystuna eftir fimm mínútur og var útlitið nokkuð gott til að byrja með.

Cole Palmer mun vilja fá markið skráð á sig en möguleiki er á að Bart Verbruggen fái skráð á sig sjálfsmark í markinu.

Þeir Georginio Rutter og Kaoru Mitoma sáu hins vegar um að tryggja Brighton farseðilinn í næstu umferð og er stórliðið úr leik.

Fyrr í dag tryggðu Englandsmeistararnir í Manchester City sitt pláss í næstu umferð með 2-1 sigri á Leyton Orient.

Willum Þór Willumsson lék með Birmingham sem tapaði naumlega gegn Newcastle en þeim leik lauk með 3-2 sigri þess síðarnefnda. Willum kom inná sem varamaður er um hálftími var eftir.

Fulham vann þá Wigan 2-1, Ipswich vann Coventry 4-1, Everton tapaði 0-2 heima gegn Bournemouth og Southampton tapaði gegn B deildarliði Burnley 1-0 á heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö