fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. febrúar 2025 14:30

Joao Felix.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AC Milan reynir að fá Joao Felix framherja Chelsea í dag, eftir komuna frá Atletico Madrid í sumar hefur Felix lítið spilað.

Felix vill fara og hefur samþykkt tilboð AC Milan, félögin reyna að ná saman en líklega færi Felix á láni og Milan kaupir hann svo næsta sumar.

Félagaskiptaglugginn lokar 23:00 í kvöld.

Jorge Mendes umboðsmaður Felix er mættur á skrifstofu AC Milan til að reyna að berja málið í gegn.

Felix hefur fengið fá tækifæri í deildinni eftir að hann kom til Chelsea en verið mikið í liðinu í Sambandsdeildinni.

Felix er 25 ára gamall en AC Milan er að selja Noah Okafor til Napoli og þar með myndast pláss fyrir Felix.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“