fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Gunnar sagður svikari í Morgunblaðinu – Jón segir Víði þjást af minnimáttarkennd

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakvörður Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu í morgun hefur vakið nokkra athygli. Þar setur þessi þaulreyndi blaðamaður spurningamerki við þá ákvörðun Gunnars Magnússonar að leikgreina íslenska landsliðið í handbolta fyrir Króatíu, fyrir leik liðanna á HM.

Króatar pökkuðu Strákunum okkar saman fyrir tæpri viku síðan og svo gott sem hentu þeim út af mótinu í leiðinni. Dagur Sigurðsson er þjálfari Króata og sá Gunnar um leikgreiningar, en hann þekkir íslenska liðið vel eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari þess.

„Ég fékk áhuga­vert sím­tal í vik­unni. Gam­all kunn­ingi kvaðst vera ósátt­ur við aðkomu Gunn­ars Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi aðstoðarþjálf­ara ís­lenska karla­landsliðsins í hand­bolta, að leik Íslands og Króa­tíu á HM á dög­un­um. Gunn­ar mun hafa leik­greint ís­lenska liðið fyr­ir Dag Sig­urðsson, þjálf­ara króa­tíska liðsins,“ skrifar Víðir meðal annars.

„Dag­ur er þjálf­ari Króata, þetta er hans vinna og ekk­ert eðli­legra en að hann leggi sig all­an fram til sig­urs gegn hvaða mót­herj­um sem er. Gunn­ar er hins veg­ar fyrr­ver­andi aðstoðarþjálf­ari landsliðsins, er starf­andi sem þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar í dag og hef­ur þjálfað marga af landsliðsmönn­un­um, eins og t.d. Þor­stein Leó Gunn­ars­son. Ég skil ekk­ert í hon­um að svíkja land og þjóð á þenn­an hátt og af­henda mót­herj­um Íslands inn­an­húss­upp­lýs­ing­ar um ís­lenska liðið,“ hefur Víðir eftir kunningja sínum.

Víðir tekur undir þetta sjónarmið kunningja síns.

„Ef­laust er þarna um vin­ar­greiða að ræða og með allri þeirri tækni sem er til staðar varðandi upp­tök­ur og leik­grein­ing­ar í dag ætti ekki að breyta miklu hvaðan Dag­ur fékk upp­lýs­ing­ar um lið Íslands. En þarna má hins veg­ar setja spurn­ingu við siðferðið. Vissu­lega er hand­bolti bara leik­ur. En yrðum við sátt ef fyrr­ver­andi aðstoðarmaður ut­an­rík­is­ráðherra myndi gera út­tekt á varn­ar­mál­um Íslands fyr­ir óvin­veitta þjóð? Ég er ekki viss um það.“

Ljóst er að ekki eru allir á sama máli er snýr að aðkomu Gunnars að leiknum gegn Íslandi. Einn af þeim sem er ósammála Víði er Jón Júlíus Karlsson, fyrrum framkvæmdastjóri Grindavíkur.

„Þegar minnimáttarkennd tekur völdin,“ skrifaði hann einfaldlega um pistil Víðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Í gær

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum
433Sport
Í gær

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“