fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. janúar 2025 09:30

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástvinir og aðdáendur kántrísöngvarans Billy Ray Cyrus hafa miklar áhyggjur, sérstaklega eftir að hann kom fram á tónleikum fyrir innsetningarhátíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Frammistaða hans, sem mörgum þótti mjög furðuleg og óþægileg, vakti mikla athygli, en hann virtist ekki alveg vera með á nótunum.

Sjá einnig: „Furðuleg“ frammistaða Billy Ray Cyrus vekur athygli – „Eins og að horfa á lestarslys“

Mynd/Getty Images

Sonur Billy, söngvarinn Trace Cyrus, beindi orðum sínum til föður síns í áhrifamikilli færslu á Instagram.

Hann sagði að hann hafi alla tíð elskað pabba sinn og litið upp til hans sem fyrirmynd. „Ég vildi vera alveg eins og þú […] því miður sé ég ekki þennan mann í dag, ég sé einhvern sem ég þekki ekki,“ segir hann.

„Ég og stelpurnar höfum haft áhyggjur af þér í mörg ár núna en þú hefur ýtt okkur öllum í burtu.“

Trace á þrjár systur, söngkonurnar Miley og Noah Cyrus og Brandi Cyrus.

How Trace Cyrus Really Feels About Sister Miley Cyrus' Fame
Trace, Miley og móðir þeirra.

„Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum og vona að þú vitir að ég er að segja þetta því ég elska þig, en líka því ég er hræddur um að þú farir frá okkur of snemma,“ sagði Trace. Hann sjálfur hefur verið edrú í eitt og hálft ár.

„Ég veit ekki nákvæmlega við hvaða djöful þú ert að berjast en ég hef ágætis hugmynd um það og mig langar að hjálpa þér, ef þú ert tilbúinn að fá hjálp. Þú veist hvernig þú getur náð á mig.“

Ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan, smelltu hér eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Trace Cyrus (@tracecyrus)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?