fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Fókus
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Ásgeirsdóttir, blaðamaður og ljósmyndari á Morgunblaðinu, hefur sett einbýlishús sitt í Garðabæ á sölu.

Húsið sem er við Löngumýri er 306 fm byggt árið 1989. Húsið er á þremur hæðum og er séríbúð í kjallara. Bílskúrinn er byggður árið 2002, 32,8 fm með 32,8 fermetra geymslu undir skúr. Húsið er frábærlega staðsett innst í botnlanga í gróinni og fallegri götu.  

Fallega húsið mitt komið á sölu! Opið hús á sunnudaginn. Deilið eins og vindurinn,“ segir Ásdís á Facebook.

Húsið skiptist í forstofu, hol, gestasalerni, eldhús, samliggjandi stofur og herbergi á fyrstu hæð.

Í rishæð er sjónvarpshol, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi og baðherbergi.

Séríbúð er í kjallara með sérinngangi, 101,8 fm, og skiptist hún í forstofu, eldhús, samliggjandi stofur, tvö svefnherbergi og baðherbergi.

Ásdís skrifar í Sunnudagsblað Morgunblaðins, alla jafna forsíðuviðtal blaðsins auk þess sem hún er lærður ljósmyndari og myndar viðtalsefni sín. Árið 2022 hlaut hún Blaðamanna­verðlaun Blaðamanna­fé­lags­ins fyr­ir viðtal árs­ins. 

Viðtalið tók hún við Óla Björn Pét­urs­son, þar sem hann grein­ir frá grófu kyn­ferðisof­beldi er hann varð fyr­ir á ung­lings­aldri. Í rök­stuðningi er frá­sögn­in tal­in slá­andi en afar upp­lýs­andi enda sæki hún á les­and­ann sem fái raunsanna lýs­ingu á því hvernig ung­ling­ur er ginnt­ur af barn­aníðingi. Var Óla haldið með hót­un­um og of­beldi en tókst hon­um síðar að losa sig og end­ur­heimta líf sitt.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli