fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Hélt að hún væri að taka inn Ozempic – „Ekki gera þetta. Ég dó næstum því“

Fókus
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 11:22

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska sjónvarpsstjarnan Aisleyne Horgan-Wallace lét næstum lífið eftir að hafa tekið inn lyf sem er talið hafa verið „gervi Ozempic.“

Aisleyne, sem gerði garðinn frægan í Big Brother UK í sjöundu þáttaröð, ræddi um málið við tímaritið Closer. Hún sagði að hún hafi þyngst um rúmlega tólf kíló eftir að besta vinkona hennar dó. Hún segir að hún hafi verið á mjög dimmum stað og hafi í kjölfarið þyngst hratt. Hún hafi því ákveðið að prófa Ozempic til að léttast en í stað þess að fara til læknis hafi hún verslað lyfið á svarta markaðinum.

Sjá einnig: Læknir varar við ógnvekjandi nýrri aukaverkun af notkun Ozempic

Lyf á borð við Ozempic og Wegovy hafa verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu og það ekki að ástæðulausu. Um er að ræða þyngdarstjórnunarlyf sem upphaflega voru þróuð fyrir þá sem þjást af sykursýki en hafa gagnast öðrum í baráttu við aukakílóin.

Mynd/Getty Images/Pexels

Undanfarið hafa vinsældir lyfjanna aukist gríðarlega og virðast æ fleiri leita í lyfið fyrir þyngdartap, jafnvel þegar það er ekki þörf á því fyrir heilsuna, eins og í tilfelli Aisleyne.

Um tíma náði Novo Nordisk, framleiðandi Ozempic, ekki að fylgja eftirspurn og komu í kjölfarið nokkur lyf á svarta markaðinn, eins konar falsaðar útgáfur af Ozempic, sem hafa haft hræðileg áhrif á heilsu fólks.

Hélt hún myndi deyja

„Ég ætla að vera alveg hreinskilin og ég er ekki stolt, en ég keypti Ozempic á svarta markaðinum,“ sagði Aisleyne við Closer.

„Ég hef örugglega fengið slæman skammt því líkaminn minn brást svo illa við. Í þrjá daga hélt ég að ég væri að fara að deyja. Ég lá uppi í rúmi, vaknaði til að kasta upp, var með niðurgang og sofnaði svo aftur. Á einum tímapunkti var ég með þrjá poka fulla af ælu við hliðina á rúminu mínu. Ég var orðin svo óttaslegin, ég byrjaði að missa sjónina, ég gat ekki einu sinni séð símann minn og hafði ekki hugmynd um hvað myndi verða um mig.“

Þrátt fyrir að vera hætt komin sótti Aisleyne sér ekki læknisaðstoðar, hún segir að hún hafi skammast sín of mikið.

„Mér leið illa að sóa tíma heilbrigðiskerfisins þar sem ég gerði mér þetta sjálf,“ sagði hún.

En sjónvarpsstjarnan ákvað að stíga fram og segja sögu sína til að vara aðra við. „Mín skilaboð eru: Ekki gera þetta. Ég dó næstum því út af þessu. Það er ekki þess virði að deyja bara til að missa nokkur kíló. Ekki stytta þér leið þegar kemur að heilsunni og ekki kaupa lyf af svarta markaðinum, því þú hefur ekki hugmynd um hvað er í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“