fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 30. desember 2024 21:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var mikið um áhugaverð úrslit.

Hörmungar Manchester United halda áfram en liðið tapaði gegn Newcastle á heimavelli í kvöld. Alexander Isak kom Newcastle yfir 4. mínútu og stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Joelinton forskotið.

Meira var ekki skorað og lokatölur 0-2. Þar með lýkur United árinu í 14. sæti en Newcastle er í því fimmta með 32 stig.

Liam Delap skoraði.

Ipswich tók þá á móti Chelsea og komst yfir með marki Liam Delap af vítapunktinum á 12. mínútu. Snemma í seinni hálfleik skoraði svo fyrrum Chelsea leikmaðurinn Omari Hutchinson og þar við sat. 2-0 sigur Ipswich og annað tap Chelsea í röð staðreynd.

Chelsea er því áfram í fjórða sæti deildarinnar með 35 stig en Ipswich er í því átjánda með 15.

Loks gerðu Aston Villa og Brighton jafntefli í markaleik. Simon Adingra kom gestunum að sunnan yfir á 12. mínútu en Ollie Watkins jafnaði af vítapunktinum á 36. mínútu. Morgan Rogers kom Villa svo yfir snemma í seinni hálfleik en Tariq Lamptey jafnaði fyrir Brighton á 82. mínútu.

Liðin eru hlið við hlið í deildinni, Villa með 29 stig í níunda sæti og Brighton með 2 stigum minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám