fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

433
Mánudaginn 23. desember 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Albert Guðmundsson, sonur Guðmundar, er að komast á fullt með Fiorentina, liðsins sem hann gekk til liðs við í sumar frá Genoa, þar sem hann hafði slegið í gegn. Hann hefur verið meiddur stóran hluta leiktíðar en það styttist í að hann geti farið að spila heilan leik.

video
play-sharp-fill

„Það er stutt í að Albert finni aftur sitt besta form. Hann þarf aðeins fleiri mínútur í fæturnar og þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist,“ sagði Guðmundur, sem er sáttur með skrefið sem sonurinn tók í sumar.

„Fiorentina er risaklúbbur og þetta er frábær borg, Flórens. Ég er mjög ánægður með þetta. Það eru miklar kröfur og væntingar gerðar til Fiorentina og þeir vilja vera að keppa við risana.“

Fiorentina er á uppleið og vill keppa við bestu liðin á Ítalíu.

„Þeir eru rétt fyrir neðan í augnablikinu en ég held þeir geti auðveldlega stefnt að því að ná að minnsta kosti Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð. Ég held þeir séu alveg með liðið í það.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood

Setjur fram djarfa spá um framtíð Mason Greenwood
433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
Hide picture