fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. desember 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Reguilon birti heldur betur skemmtileg skilaboð á Instagram síðu sína á föstudag stuttu eftir leik Tottenham og Manchester United.

Reguilon lék með Tottenham gegn United í deildabikarnum á fimmtudag en hann fékk óvænt að koma inná.

Reguilon kom inná sem varamaður á 91. mínútu í 4-3 sigri en þetta voru hans fyrstu mínútur á öllu tímabilinu.

Bakvörðurinn er ekki inni í myndinni hjá Ange Postecoglou, stjóra Tottenham, og er líklega á förum í janúar.

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær,“ skrifaði Reguilon á Instagram stuttu eftir 4-3 sigur.

Það er langt síðan Reguilon spilaði síðast leik en þess má geta að hann var í láni hjá United á síðustu leiktíð en fékk nánast ekkert að spila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum