Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, fær nú á baukinn fyrir atvik sem kom upp í tapinu gegn Tottenham í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í gær.
Um var að ræða fjörugan leik en sjö mörk voru skoruð og komst heimaliðið frá London í 3-0. Dominic Solanke skoraði tvö af þeim mörkum en United gafst ekki upp og lagaði stöðuna í 3-2.
Heung Min Son tryggði Tottenham að lokum sigur en hann skoraði beint úr horni undir lok leiks. United tókst þó að laga stöðuna í 4-3 einnig úr hornspyrnu en Jonny Evans kom þar boltanum í netið.
Enskir miðlar vekja þó nú athygli á atviki milli Fernandes og Lucas Bergvall, 18 ára gamals Svía í liði Tottenham, en það hefur verið á milli tannanna á netverjum.
Þar fellur Bergvall eftir viðskipti við Fernandes, en fáir virtust spá í atvikinu í gær. Skömmu áður virðist Bergvall stjaka lítillega við Portúgalanum.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Bruno Fernandes doesn't just dive all over the place, he's a horrible wee shitebag too… pic.twitter.com/SzngfNutUy
— Steven (@steve_d24) December 19, 2024