fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. desember 2024 09:29

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur eru sannfærðir um að söngvarinn Justin Bieber hafi sent söng- og leikkonunni Selenu Gomez leynileg skilaboð eftir að hún trúlofaðist upptökustjóranum og lagahöfundinum Benny Blanco.

Bieber og Gomez voru í sundur og saman um árabil en þau hættu endanlega saman í mars 2018 og hann giftist fyrirsætunni Hailey Bieber seinna sama ár.

Þrátt fyrir að það séu sex ár síðan þau voru saman fylgjast aðdáendur vel með hegðun þeirra á samfélagsmiðlum. Netverjar hafa fylgst sérstaklega vel með samskiptum Hailey Bieber og Selenu Gomez, það er löng saga sem er farið stuttlega yfir í myndbandinu hér að neðan.

@dailymail This also comes after Selena surpassed Kylie Jenner as the most followed woman on Instagram! #dailymail #fyp #selenagomez #haileybieber #kyliejenner #selenahailey #celebrityfeuds #instagram #selenatiktok #selenator ♬ original sound – Daily Mail

Lag um fyrrverandi sem er erfitt að gleyma

Blanco fór á skeljarnar fyrir viku síðan eftir rúmlega árs samband. Í kjölfarið fóru aðdáendur að fylgjast vel með Bieber, en hann og Blanco voru einnig góðir vinir og hafa unnið að mörgum lögum saman.

Myndin sem hann birti.

Þannig þegar Bieber birti mynd af Hailey kyssa sig á kinnina á Instagram voru þeir handvissir um að hann væri að segja eitthvað með myndinni, eða ekki beint myndinni heldur lagavalinu sem hann hafði með færslunni.

Hann valdi lagið „all my ghosts“ með Lizzy McAlpine sem er tilfinningaríkt lag um ljúfar minningar með fyrrverandi maka sem er erfitt að gleyma. Textinn hljóðar svo:

„I can see it now, the wedding of the year / I can see it now, he stands up there and wipes his tears

I can see it now, when all my ghosts disappear / I can see it crystal clear.“

Aðdáendur telja Bieber hafa verið að senda sinni fyrrverandi leynileg skilaboð með þessu.

„Ef þið hlustið á þetta lag þá sjáið þið að hann er að reyna að senda Selenu skilaboð,“ sagði einn.

„Ég veit ekki hvort hann sé að meina þetta eða grínast,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli