Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United er að skera allt niður hjá félaginu og er það farið að pirra marga starfsmenn félagsins.
Ratcliffe er í raun að breytast í Grinch því hann tók jólaskemmtun starfsmanna af dagskrá.
Þetta kom í kjölfarið af því að 250 starfsmenn á skrifstofu félagsins voru látnir fara, eru 750 starfsmenn eftir.
Undanfarin ár hafa starfsmenn fengið 100 pund í jólagjöf eða um 18 þúsund krónur.
Ratcliffe var ekki til í slík útgjöld og ákvað að kaupa gjafakort í M&S fyrir 40 pund á starfsmenn, niðurskurður um 60 pund á hvern starfsmann.
Ratcliffe á 28 prósenta hlut í United en sér um reksturinn, er hann greinilega að skera vel niður sem fer ekki vel í marga starfsmenn.