fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Fókus
Mánudaginn 9. desember 2024 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jay-Z hefur verið kærður fyrir að nauðga 13 ára stúlku ásamt rapparanum Sean ‘Diddy’ Combs árið 2000. Það er meintur þolandi sem hefur lagt fram kæruna og fer fram á bætur. Konan segist hafa orðið fyrir kynferðisbroti í partý sem fór fram í kjölfar VMA-tónlistarhátíðarinnar í New York.

Jay-Z neitar sök og segir í yfirlýsingu að um tilraun til fjárkúgunar sé að ræða.

Ásakanirnar komu fyrst fram í stefnu í október en þá var málinu aðeins beint gegn Diddy. Málið var lagt fram að nýju um helgina og nú beint gegn bæði Diddy og Jay-Z.

Jay-Z vekur athygli á því að lögmaður meints þolanda, Tony Buzbee, hafi undanfarið tekið að sér fjölda einkamála sem er beint gegn rapparanum Diddy. Þegar hann sjálfur fékk svo kröfubréf þá hafi strax verið ljóst að um fjárkúgun væri að ræða og hafi Buzbee treyst því að Jay-Z væri tilbúinn að borga til að málið færi ekki í fjölmiðla.

Diddy er sem stendur í gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð kynferðisbrot, mansal og fleira. Fjöldi meintra þolenda hefur stefnt rapparanum í einkamálum. Hafi Buzbee treyst því að umræðan væri orðin svo óvægin í garð Diddy að Jay-Z yrði tilneyddur að gera sátt í málinu.

„Nei herra minn, þetta hafði þveröfug áhrif. Þess í stað gerði þetta mig knúinn til að afhjúpa þig sem svikarann sem þú ert með MJÖG opinberum hætti. Svo nei, ég mun ekki gefa þér krónu með gati,“ sagði Jay-Z í yfirlýsingu.

Lögmannateymi Diddy segir að þetta mál sé enn eitt útspilið í skammarlausri aðför lögmanna sem ætli sér að kúga fé frá stjörnum sem vilja ekki að lygum sé dreift um þær. Það sama eigi við um ásakanir í garð rapparans. Diddy muni í dómsal hreinsa mannorð sitt, bæði í sakamáli ákæruvaldsins sem og í þeim 30 einkamálum sem hafa verið höfðuð gegn honum.

Buzbee gefur þó lítið fyrir ásakanir Jay-Z. Hann segir að þeir Jay-Z og Diddy ætli sér að þagga niður í honum. Hann sé þó fyrrum hermaður og láti ekki hræðast svo auðveldlega. „Ég mun ekki leyfa neinum að þagga niður í skjólstæðingum mínum með ógnunum. Sólarljós er besti sótthreinsirinn og ég er nokkuð viss um að sólin sé á leiðinni.“

Konan sem sakar Jay-Z segir að hún hafi staðið fyrir utan VMA-hátíðina árið 2000 og reynt að komast þangað inn. Henni var þá boðið far með eðalvagn á vegum Diddy og skutlað í eftirpartý. Þar sá hún margar stórstjörnur og var meðal annars gert að undirrita þagnareið. Henni var boðinn áfengur drykkur sem lét henni líða furðulega. Hún fór þá inni í herbergi til að leggja sig. Síðan hafi Jay-Z og Diddy komið þangað inn og nauðgað henni á meðan önnur þekkt manneskja fylgdist með. Konan nafngreinir ekki þriðju stjörnuna en margir velta því fyrir sér hvort það geti verið sjálf Beyonce, en hún og Jay-Z byrjuðu saman árið 2000.

Jay-Z segir í yfirlýsingu sinni að hann gefi ekkert fyrir þessar ásakanir sem þó muni valda fjölskyldu hans sársauka. Hann þurfi dag einn að setjast niður með börnum sínum og útskýra fyrir þeim hversu grimm græðgin er.

„Ég og eiginkona mín þurfum að eiga samtal við börnin okkar, en eitt þeirra er á þeim aldri að vinir hennar munu augljóslega lesa þessar fréttir og spyrja út í ásakanirnar, og útskýra grimmd og græðgi fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Í gær

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig