fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Sagt að United sé með reynslubolta á blaði sem hugsanlegan arftaka Ashworth

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 9. desember 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli um helgina þegar Dan Ashworth hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United. Félagið leitar að arftaka hans.

United lagði mikið á sig til að landa Asworth, sem áður var í starfi hjá Newcastle, og kemur brottför hans því á óvart. Ashworth styrkti liðið nokkuð vel í sumar en gengið á leiktíðinni hefur verið skelfilegt það sem af er.

Sir Jim Ratcliffe og INEOS, sem á United, skoða nú aðra kosti og heldur ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio fram að Andrea Berta sé á blaði.

Berta hefur gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Atletico Madrid í 11 ár og þótt standa sig vel. Hann er hins vegar á förum eftir leiktíðina.

Í tíð Berta hefur Atletico til að mynda unnið spænsku deilina tvisvar og Evrópudeildina. Hann yrði án efa flottur fengur fyrir United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot tjáir sig um Isak

Slot tjáir sig um Isak
433Sport
Í gær

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Í gær

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans