fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Magnús Már brattur eftir að fjórir stórir bitar mættu á svæðið – „Þetta tók smá tíma af ýmsum ástæðum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 6. desember 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ánægjulegur dagur. Þetta eru frábærir leikmenn sem við erum að fá inn og frábærir karakterar. Við töluðum um það þegar við fórum upp í haust að við ætluðum að styrkja liðið og þessir leikmenn falla inn í allt sem við erum að gera,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar við 433.isþ

Tilefnið var að Afturelding, sem er nýliði í Bestu deildinni á næstu leiktíð, var að staðfesta komu fjögurra leikmanna. Um er að ræða bræðurna Axel Óskar Andrésson og Jökul Andrésson, sem eru uppaldir í Mosfellsbænum, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson.

„Við ætlum okkur að fara í deildina og festa okkur í sessi. Við þurfum að sýna auðmýkt í því. Við höfum bætt okkur ár frá ári, bæði innan og utan vallar og vaxið sem félag. Við erum bara að stækka sem félag en næsta skref er að halda okkur uppi. En við förum auðvitað í alla leiki með kassann úti og til að vinna.“

video
play-sharp-fill

Axel og Jökull hafa verið orðaðir við Aftureldingu í nokkrar vikur. Axel kemur frá KR en Jökull var samningsbundinn Reading, en á láni hjá Aftureldingu er liðið fór upp úr Lengjudeildinni í haust.

„Þetta tók smá tíma af ýmsum ástæðum en ég held að þeir hafi alltaf viljað koma hingað. Þeir vildu saman með uppeldisfélaginu í efstu deild. Það eru tíu ár síðan þeir fóru út til Englands.“

Magnús er nú orðinn mjög sáttur við leikmannahóp sinn, þó hann útiloki ekki frekari styrkingar þegar nær dregur.

„Við höfum verið orðaðir við nokkra leikmenn undanfarið en ég get sagt það að það eru bara fjórir leikmenn sem við höfum farið í viðræður við og reynt að fá. Það eru þessir fjórir leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Í gær

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“
433Sport
Í gær

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs
Hide picture