fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Logi rifjar upp ótrúlega dramatík í Laugardalnum – „Þetta var smá yfirþyrmandi“

433
Sunnudaginn 8. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Logi, sem spilar með Stromsgodset í Noregi, var í fyrsta sinn valinn í landsliðið fyrir mótsleiki í september á þessu ári.

„Mér fannst ég standa mig nokkuð vel eftir að ég fékk kallið. Ég var búinn að bíða smá tíma eftir því,“ sagði Logi, sem hefur átt góðu gengi að fagna í Noregi.

video
play-sharp-fill

Logi stal svo öllum fyrirsögnunum um mánuði síðar er hann kom inn á gegn Wales í stöðunni 0-2. Hann minnkaði muninn með glæsimarki og átti svo jöfnunarmarkið með húð og hári þó það hafi að vísu ekki verið skráð á hann.

„Þetta var rosalegt. Þetta var smá eins og eftir að ég skoraði markið á móti Val (með Víkingi 2019), þetta var smá yfirþyrmandi, eftir á líka.

Fyrra markið var náttúrulega sturlað en eftir seinna markið, sem ég fékk náttúrulega ekki skráð á mig, maður sneri sér við búinn að jafna leikinn, komandi inn á sem vinstri bakvörður í stöðunni 0-2. Þú býst ekki við því að þú sért að fara að gera þetta, heldur bara spila fínan leik. Maður er með þetta í vopnabúrinu og það er bara bónus fyrir mig sem bakvörður að geta breytt leikjum,“ sagði Logi.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl, Lengjunnar og Happy Hydrate

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Í gær

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“
433Sport
Í gær

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
Hide picture