Stuðningsmenn sænska félagsins Djurgarden eru í umræðunni á Englandi þessa stundina eftir leik sem fór fram í vikunni.
Djurgarden spilaði við lið The New Saints frá Wales í Sambandsdeildinni en leikið var í Shrewsbury.
New Saints er lið frá Wales en völlur þeirra stenst ekki kröfur UEFA og þurfti félagið því að leika á heimavelli Shrewsbury.
Sænsku stuðningsmennirnir gerðu sitt besta til að fremja skemmdarverk á þessum ágæta velli og er málið talið vera í skoðun.
Ásamt því að skrifa alls konar skilaboð á myndir og veggi vallarins þá rifu Svíarnir upp sæti sem gæti kostað dágóðan pening að gera við.
Djurgarden vann þennan leik 1-0 en Svíarnir voru fljótir að koma sér heim eftir að hafa heyrt lokaflautið.