Það eru þónokkrir aðilar í þessum heimi sem gera mikið til að vekja athygli á samskiptamiðlum á borð við Instagram.
Það er þó ekki hægt að bera marga saman við konu að nafni Wanda Nara sem knattspyrnuaðdáendur eru farnir að kannast við.
Wanda er ekki vinsæl á meðal fólks innan knattspyrnuheimsins en hún er gift Mauro Icardi og starfar einnig sem umboðsmaður hans.
Wanda ákvað að minna á sig fyrir nokkrum dögum er hún birti myndir af sjálfri sér berbrjósta á Instagram.
Hún setti í raun allt á hliðina um tíma með þessari færslu og fékk einnig mikið skítkast frá stuðningsmönnum Icardi sem spilar í dag í Tyrklandi.
,,Wanda þráir athygli, hún er að verða gömul,“ skrifar einn við færsluna og bætir annar við: ,,Þú ert svo asnaleg, það nennir þér enginn“
Færsluna má sjá hér.
View this post on Instagram