fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Tvær mögulegar útgáfur af byrjunarliði Íslands ef Arnar Gunnlaugsson tekur við

433
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 20:00

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll vötn renna til þess að Arnar Gunnlaugsson taki við sem landsliðsþjálfari af Age Hareide sem er hættur með íslenska landsliðið.

Arnar er mest orðaður við starfið og er talið að hann leiði kapphlaupið um starfið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, er mikill vinur Arnars frá þeirra tíð sem knattspyrnumenn.

Freyr Alexandersson þjálfari Kortrijk hefur einnig verið nefndur til leiks.

Arnar er þekktastur fyrir að spila 4-2-3-1 kerfið með Víking en íslenska landsliðinu hefur vegnað best í 4-4-2 kerfinu.

Age Hareide fékk sjaldan sína bestu menn saman en vonir standa til um að Albert Guðmundsson og Hákon Arnar Haraldsson verði með á nýju ári, þá gæti Arnar kveikt neista í Gylfa Þór Sigurðssyni.

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði liðsins hefur lítið verið með undanfarið og meiddist í síðasta verkefni, óvíst er hvað hann gerir á næsta ári þegar kemur að landsliðinu.

Mögulegt byrjunarlið Íslands undir stjórn Arnars – 4-2-3-1 kerfi:

Hákon Rafn Valdimarsson

Valgeir Lunddal
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Logi Tómasson

Stefán Teitur Þórðarson
Jóhann Berg Guðmundsson

Hákon Arnar Haraldsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Albert Guðmundsson

Orri Steinn Óskarsson

Getty Images

Útgáfa 2 af mögulegu byrjunarliði í 4-4-2 kerfi:

Hákon Rafn Valdimarsson

Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Logi Tómasson

Hákon Arnar Haraldsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Stefán Teitur Þórðarson
Jón Dagur Þorsteinsson

Albert Guðmundsson
Orri Steinn Óskarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar
433Sport
Í gær

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot
433Sport
Í gær

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín