fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Eyjan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 11:09

Inga Sæland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær raddir hafa orðið háværari undanfarna daga að það sé góður möguleiki á því að Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins muni mynda ríkisstjórn eftir kosningar sem fram fara á laugardaginn en samkvæmt könnunum er vel mögulegt að flokkarnir þrír nái meirihluta á þingi. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið vel í mögulegt samstarf með Miðflokknum og einnig Flokki fólksins. Inga Sæland formaður síðastnefnda flokksins vísaði slíkum hugmyndum hins vegar á bug í gærkvöldi í kappræðum Heimildarinnar.

Í viðtali á Stöð 2 fyrr í vikunni sagði Bjarni að hann væri spenntastur fyrir stjórnarsamstarfi með Miðflokknum en sagði þetta um þann möguleika að Flokkur fólksins yrði með í því samstarfi:

„Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina.“

Í kosningasjónvarpi Eyjunnar í gær bentu stjórnmálafræðingarnir Eva H. Önnudóttir og Agnar Freyr Helgason á að það sé ein stærsa spurningin um úrslit kosninganna hvort þessir þrír flokkar muni ná þingmeirihluta. Bentu þau bæði á að það væri ekki óbrúanleg gjá milli málflutnings Flokks Fólksins og hinna flokkanna tveggja sem eru yfirleitt skilgreindir sem hægri flokkar. Áherslur Flokks fólksins séu nokkuð til vinstri í velferðarmálum en flokkurinn vísi ekki markaðslausnum á bug í þeim málaflokki eins og vinstri flokkar geri gjarnan. Flokkur fólksins halli sér aftur á móti til hægri í sumum málum eins og t.d. þegar kemur að hælisleitendum.

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Í kappræðum á vegum Heimildarinnar í gærkvöldi vísaði Inga hins vegar hugmyndum um stjórnarsamstarf hennar flokks við Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn á bug. Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði teikn á lofti um stjórnarsamstarf flokkanna þriggja svaraði Inga einfaldlega:

„Gleymdu hugmyndinni.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist