fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Óformlegt samtal við fólk náið Arnari í nokkrar vikur og Freyr vill starfið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að stjórn KSÍ mun ráða ráða sínum næstu daga um hvað skal gera í leit að næsta þjálfara og við hverja á að fara í viðræður við. Age Hareide lauk störfum í gær af eigin frumkvæði en stjórn KSÍ íhugaði alvarlega að segja upp samningi hans.

Á Fótbolta.net í dag er sagt frá því að Víkingar eigi von á símtali frá KSÍ á næstu dögum þar sem óskað verður eftir því að ræða við Arnar Gunnlaugsson.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur KSÍ átt óformlegt samtal við þá aðila sem vinna fyrir Arnar í nokkrar vikur og jafnvel mánuði. Til að fá formlegt leyfi til að ræða við Arnar þarf KSÍ að fara í samtal við Víking.

Freyr Alexandersson er einnig kostur sem KSÍ skoðar en samkvæmt heimildum 433.is hefur hann mikinn áhuga á starfinu, hefur Freyr látið fólk vita af þessum áhuga og hann komist til skila til forráðamanna KSÍ.

Freyr hefur hins vegar ekki átt neitt samtal við KSÍ um málið samkvæmt heimildum 433.is

Freyr vildi fá landsliðsþjálfarastarfið undir lok árs árið 2020 þegar Guðni Bergsson og hans stjórn valdi að ráða Arnar Þór Viðarsson til starfa.

Ljóst er að KSÍ þarf að borga væna summu til að losa annan þessara aðila úr starfi en Arnar er með samningsbundinn Víking og Freyr er samningsbundinn Kortrijk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi
433Sport
Í gær

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“
433Sport
Í gær

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur

Segir að ráðherralaun séu í boði fyrir Sigurð Egil á Akureyri sem er mjög eftirsóttur