fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugsson uppljóstrar um óvænta reglu sem hann er með í lífinu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkings í fótbolta fer alltaf í golf fyrir leiki, þjálfarinn sigursæli uppljóstraði þessu í hlaðvarpinu Seinni níu.

Arnar hefur átt ótrúlega farsælan feril sem þjálfari eftir að hann tók við Víkingi en liðið er nú í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þar hefur liðið sótt sex stig, sögulegur árangur hjá íslensku félagi.

Þjálfarar hafa flestir sína rútínu á leikdegi og Arnar er með slíka. „Ég spila mikið golf fyrir leiki, á æfingasvæðinu,“ segir Arnar í Seinni níu.

„Þetta er regla hjá mér fyrir leiki, tek 100 bolta á æfingasvæðinu . Tveimur tímum fyrir leik, mæli með því fyrir alla þjálfara. Golf er andleg íhugun.“

Arnar er liðtækur golfari. „Þú ert bara að hugsa um höggið, hversu ósáttur þú ert með lélegt högg. En það fer ekki út í neina aðra þætti lífsins en golfið.“

Arnar er nú sterklega orðaður við starfið hjá íslenska landsliðinu ef Age Hareide lætur af störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy

Leicester búið að ráða eftirmann Van Nistelrooy
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo mun fá minna að spila

Ronaldo mun fá minna að spila
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Báðu um Zlatan og fengu Zlatan – Sjáðu stórskemmtilegar myndir

Báðu um Zlatan og fengu Zlatan – Sjáðu stórskemmtilegar myndir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tolisso til Manchester United?

Tolisso til Manchester United?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Í gær

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista
433Sport
Í gær

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á