fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Fólkið í kringum Albert vill halda Hareide í starfi – Telja liðið á réttri leið

433
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt annað rætt í íslenskum fótbolta þessa stundina en framtíð Age Hareide í starfi og hvort hann haldi áfram eða ekki.

Skiptar skoðanir eru á því hvað skal gera en Hareide hefur stýrt liðinu í eitt og hálft ár og hefur gengið verið misjafnt.

Margir eru á þeirri skoðun að Norðmaðurinn eigi að fá lengri tíma með liðið en KSÍ er með uppsagnarákvæði í samningi hans nú í lok mánaðar.

Tveir málsmetandi aðilar sem tengjast Alberti Guðmundssyni sóknarmanni Fiorentina vilja halda Hareide í starfi. „Ég persónulega væri mjög svekktur ef þetta er síðasti leikur sem við sjáum Age stýra íslenska liðinu,“ sagði Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður og faðir Alberts í viðtali á Vísi í gær. Ummælin lét hann hafa eftir sér fyrir 4-1 tapið gegn Wales.

Guðmundur er á því að liðið sé á réttri leið. „Ég er á því að við séum á réttri braut. Það er enginn búinn að kynna fyrir mér þjálfara sem er betur til þess fallinn að sjá um þetta íslenska lið. Við erum á mikilvægu augnabliki með þetta lið. Við erum með lið sem á erindi að keppa um að fara á stórmót næstu árin.“

Það var svo eftir tapið gegn Wales í gær sem Albert Brynjar Ingason frændi Alberts fór yfir leikinn á Stöð2 Sport. „Ég er mikill Age maður, mér finnst skipta máli hvaða leikmenn vantar í hópinn. Hann hefur ekki haft Albert og Hákon í þessum glugga, mjög mikið af góðum leikjum,“ sagði Albert á Stöð2 Sport.

„Ég vill halda honum, mér finnst hann ná til leikmannam,“ sagði Albert Brynjar á Stöð2 Sport eftir leik.

Albert er besti leikmaður Íslands í dag en hefur ekki getað tekið þátt í verkefnum undanfarið vegna meiðsla og dómsmáls sem var höfðað gegn honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Segir Manchester United að selja strax – ,,Hann er hörmulegur“

Segir Manchester United að selja strax – ,,Hann er hörmulegur“
433Sport
Í gær

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans
433Sport
Í gær

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Í gær

Aubameyang snýr líklega aftur

Aubameyang snýr líklega aftur