fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Einkunnir Íslands gegn Wales – Mjög dapurt í seinni hálfleik

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið hafnar í þriðja sæti í sínum riðli í B deild Þjóðadeildarinnar eftir leik við Wales í kvöld.

Ísland byrjaði mjög vel og komst yfir eftir átta mínútur er Andri Lucas Guðjohnsen kom boltanum í netið.

Staðan var 1-0 þar til á 32. mínútu er Liam Cullen skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Wales og jafnaði metin.

Cullen var aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks og leiddu heimamenn 2-1 þegar flautað var til leikhlés.

Ísland fékk svo sannarlega tækifæri til að laga stöðuna eða jafna metin en Wales gerði einnig næsta mark en þar var á ferðinni Brennan Johnson.

Þegar um 11 mínútur voru eftir kom fjórða mark heimaliðsins en Harry Wilson gerði það til að gulltryggja sigurinn.

Wales fagnar sigri í þessum riðli en Tyrkland tapaði óvænt 3-1 gegn Svartfjallalandi á sama tíma.

Hér má sjá einkunnir Íslands úr leiknum að mati 433.is

Hákon Rafn Valdimarsson – 6
Ekkert við Hákon að sakast ef horft er á heildarmyndina og skilaði sínu nokkuð vel.

Alfons Sampsted – 5
Hefur átt betri daga líkt og aðrir varnarmenn Íslands.

Sverrir Ingi Ingason – 5
Í raun ólíkur sjálfum sér og virkaði í töluverðu veseni með sóknarlínu Wales.

Guðlaugur Victor Pálsson – 4
Ósannfærandi og virtist oft vera út ur stöðu á hættulegum augnablikum.

Valgeir Lunddal Friðriksson 4
Alls ekki hans besti landsleikur og var oft á köflum í veseni.

Ísak Bergmann Jóhannesson 5
Tókst ekki að koma með það sama á borðið og gegn Svartfjallalandi á dögunum eftir frábæra innkomu í 2-0 sigri.

Jóhann Berg Guðmundsson 6
Var fínn í fyrri hálfleik en fór meiddur af velli eftir fyrstu 45 sem boðaði ekki gott fyrir strákana á erfiðum útivelli.

Arnór Ingvi Traustason 5
Hljóp og barðist en skilaði litlu fram á við og kannski óöruggur á tímapunktum.

Jón Dagur Þorsteinsson 5
Hættulegur á köflum en það hægðist töluvert á vængmanninum í seinni hálfleik.

Andri Lucas Guðjohnsen 7
Líklega hættulegasti maður Íslands í kvöld og var í mörgum boltum og fékk færi til að bæta við sitt eina mark.

Orri Steinn Óskarsson 7
Fór meiddur af velli snemma leiks en var kraftmikill og hættulegur í þær mínútur sem hann spilaði.

Varamenn:

Mikael Egill Ellertsson 5
Stefán Teitur Þórðarson 4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum