fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Fékk áhugavert hálsmen í afmælisgjöf frá frumburðinum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hélt nýlega upp á 44 ára afmæli sitt. Og hvað fær manneskja sem á allt í afmælisgjöf?

Dóttirin North West, sem er 11 ára gaf móður sinni demants- og silfurhálsmen með áletruninni „Skibidi Toilet“.

Kim deildi myndbandi af gjöfinni á Instagram Story  á mánudaginn.

„North gaf mér þetta demantshálsmen sem á stendur Skibidi Toilet. Vá,“ sagði hún hlæjandi þar sem hún tók upp glitrandi hálsmenið, sem var með silfurplötu með setningunni ágrafinni að framan og áritað Love, North með dagsetningunni 10/21/24 aftan á.

„Vegna þess að þú elskar Skibidi Toilet,“ útskýrði West, 11 ára, fyrir móður sinni. 

„Ha geri ég það?“ spurði Kim.

West færði móður sinni einnig hvíta afmælisköku, sem á stóð „Til hamingju með afmælið mamma“ í bleikum glasúr. Kökuna prýddu svo sex gyllt kerti.

North West er elst af fjórum börnum Kim og fyrrum eiginmanns hennar, tónlistarmannsins Kanye West. Systkinin færðu móður sinni einnig hvítar og bleikar blöðrur með andliti Kim á, og var  hver blöðrustrengur bundinn við mynd eða persónulega miða frá börnunum.

North viðurkenndi að hún bjó blöðrurnar ekki til, en sá um að skaffa þær fyrir afmælið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli