fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Vill ekki lengur vera Englendingur eftir tíðindi dagsins – „Ég er formlega orðinn Íslendingur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. október 2024 20:30

Gary Martin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Englendingar líta á það sem niðurlægingu fyrir þjóðina að nú verði Þjóðverji þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu. Thomas Tuchel var ráðinn til starfa í dag.

Enska blaðið Daily Mail hefur fengið á baukinn fyrir forsíðu sína í dag þar sem talað var um svartan dag í sögu þjóðar.

Gary Martin sem hefur verið búsettur á Englandi um langt skeið er einn þeirra sem hefur ekki lengur áhuga á að bendla sig við upprunaland sitt.

„England með þýskan þjálfara er síðasta hálmstráið,“ skrifar þessi skemmtilegi karakter á samfélagsmiðla sína.

„Ég er formlega orðinn Íslendingur,“ segir Gary sem lék meðal annars með KR, Víkingi, Val og ÍA á ferli sínum á Íslandi.

Líklega hefur Gary spilað sinn síðasta knattspyrnuleik á Íslandi en hann greindi frá því í haust, hann lék síðast með Víkingi Ólafsvík í þriðju efstu deild.

Ráðningin á Tuchel er umdeild í Englandi en hann tekur til starfi í upphafi næsta árs og segist þjálfarinn stefna á það að vinna Heimsmeistaramótið sumarið 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Isak fundaði með eigendunum

Isak fundaði með eigendunum
433Sport
Í gær

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann
433Sport
Í gær

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield