fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

J.Lo rýfur þögnina um skilnaðinn – „Öll fokking veröld mín hrundi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 10. október 2024 09:10

Jennifer Lopez. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez rýfur loksins þögnina um skilnað hennar og leikarans Ben Affleck.

Lopez sótti um skilnað frá leikaranum á öðru brúðkaupsafmæli þeirra, þann 20. ágúst síðastliðinn. Síðan þá hefur hún ekki tjáð sig um málið opinberlega, fyrr en nú.

Sjá einnig: J.Lo gæti verið í vandræðum – Skrifuðu ekki undir kaupmála

Söngkonan ræddi við grínistann Nikki Glaser fyrir tímaritið Interview. Hún var einlæg og hreinskilin um erfiðleikana síðastliðið ár, en hún sagði að á þessum tíma hafi „öll fokking veröld mín hrunið.“

„Þú verður að vera heil, ef þú vilt eitthvað sem er alveg heilt,“ sagði hún.

„Þú verður að vera góð með sjálfri þér. Ég hélt að ég væri búin að læra það en svo var ekki. Og síðan í sumar, þá þurfti ég að vera bara: „Ég þarf að fara og vera ein. Ég vil sanna það fyrir sjálfri mér að ég geti það.“

Ben Affleck og Jennifer Lopez. Mynd/Getty Images

Hefur engan áhuga á öðru sambandi strax

Lopez nefndi ekki Affleck á nafn en sagði: „Að vera í sambandi skilgreinir mig ekki. Ég get ekki verið að leita að hamingju hjá öðru fólki, ég þarf að finna hamingjuna innra með mér.“

Söngkonan sagðist ekki hafa áhuga á rómantík þessa stundina.

„Ég er ekki að leita að neinum, því allt sem ég hef gert undanfarin 25-30 ár, að vera í þessum ólíku krefjandi aðstæðum, hvað get ég gert þegar þetta er bara ég ein? Hvað ef ég er bara frjáls?“

J.Lo viðurkenndi að hún hafi ekki búist við því að vera einhleyp á þessum tíma í lífi sínu en „ég er akkúrat þar sem ég þarf að vera, til að komast þangað sem mig langar að vera.“

Fór næstum alveg með hana

Þrátt fyrir allan sársaukann sem fylgdi skilnaðinum sér J.Lo ekki eftir neinu.

„Ekki einni sekúndu. Það þýðir samt ekki að þetta hafi ekki farið alveg með mig. Þetta gerði það næstum því. En núna er ég komin hinum megin við þetta allt saman og hugsa: „Fokk, þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti.““

Söngkonan kippir sér ekkert upp við slúðursögurnar. „Ég veit að allt sem er skrifað og sagt um mig eru bara getgátur um hver ég er sem manneskja, en ekki hver ég er í raun og veru. Ég lærði það fyrir löngu. Ég veit að ég er góð manneskja. Ég veit að ég er góð móðir, ég veit hverjir vinir mínir eru og ég veit að vinir mínir vita hver ég er, mamma mín og pabbi.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Interview Magazine (@interviewmag)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því